Kyrrðardagar í Skálholti


Kyrrðardagar í Skálholti eru mislangir og með ólíku sniði en markmið allra kyrrðardaga er að fólk fái að ganga inn í aðstæður þar sem hver og einn getur notið þess að vera á áreitis. Í mars verða kyrrðardagar kvenna og kyrrðardagar að vori eru komnir á dagskrá. Nú þegar er hægt að skrá sig á þessa daga. Einnig er unnið að undirbúningi fyrir kyrrðardaga í kyrruviku en það var í kyrruviku sem fyrstu kyrrðardagar voru haldnir í Skálholti. Sú dagskrá mun hefjast á miðvikudegi fyrir skírdag og lýkur á hádegi á laugardag, aðfangadag páska.

Inní dagskrá kyrrðardaga fléttast helgihald í Skálholtskirkju og í kapellunni í Skálholtsskóla. Einnig er hugvekjur hvern dag og á sumum kyrrðardögum er boðið uppá staðarskoðun og/eða stuttar pílagrímagöngur, svokallaðar örgöngur með íhugun.

Myndin er tekin af Jóni Bjarnasyni, organista, úr Maríustúkunni í Skálholtsdómkirkju.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square