Velkomin í næstu messur og barnastarf

Í Skálholtsdómkirkju er næsta messa sunnudaginn 17. febrúar kl. 11. Það er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu. Guðspjallið er Matteusarguðspjall 25.14-30 um himnaríki með líkingunni um talenturnar. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, þjónar og prédikar. Organisti er Jón Bjarnason sem einnig tók þessa ljósmynd sem fylgir með af kaleikum í ljósabaði af listgluggum Gerðar Helgadóttur.
Barnasamvera verður í Skálholtskirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 11 í umsjá Berþóru Ragnarsdóttur.
Mosfellskirkja, Grímsnesi.
Þá verður einnig guðsþjónusta í Mosfellskirkju í Grímsnesi sunnudag 17. febrúar kl. 14.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason.
Allir eru velkomnir.