Velkomin í næstu messur og barnastarf

13.02.2019

 

Í Skálholtsdómkirkju er næsta messa sunnudaginn 17. febrúar kl. 11. Það er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu. Guðspjallið er Matteusarguðspjall 25.14-30 um himnaríki með líkingunni um talenturnar. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, þjónar og prédikar. Organisti er Jón Bjarnason sem einnig tók þessa ljósmynd sem fylgir með af kaleikum í ljósabaði af listgluggum Gerðar Helgadóttur.

Barnasamvera verður í Skálholtskirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 11 í umsjá Berþóru Ragnarsdóttur.

Mosfellskirkja, Grímsnesi.

Þá verður einnig guðsþjónusta í Mosfellskirkju í Grímsnesi sunnudag 17. febrúar kl. 14.00.  Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason.  

Allir eru velkomnir. 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Sérvaldar færslur

Neyðarástand vegna mikils vatnsleka í turni kirkjunnar

May 13, 2020