Skálholtsdómkirkja er opin milli kl. 9 - 18 alla daga. Verið velkomin

Skálholtsdómkirkja verður opin milli kl. 9 á morgnanna til kl. 18 síðdegis alla daga fram á vor. Það er fallegt að njóta listglugga Gerðar Helgadóttur og altarismyndar Nínu Tryggvadóttur sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga með viðgerðum síðasta árs. Auk kirkjunnar verður opið niður á minjasafnið í kjallara kirkjunnar og er opið á snyrtingar í kjallara Skálholtsskóla. Skálholtsskóli er opinn fyrir veitingar, mat og kaffi, og hægt er að fá gistingu í Skálholti með því að bóka hér á vef kirkjunnar og á vefnum booking.com. Hér á vefnum er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og pantanir fyrir veitingasölu fyrir hópa. Upplýsingar um aðgangseyri fyrir ferðafólk á safn og snyrtingar er að finna á staðnum og fer verð eftir stærð rútu og fólksbíla. Í kirkjunni er ljósastika þar sem hægt er að kveikja bænaljós og eiga hljóða stund.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square