top of page

Frá Þorláksmessu til jóla og nýárs

Verið öll hjartanlega velkomin til Skálholtsdómkirkju í hátíðarguðsþjónustur og messur á Þorláksmessu, jólanótt, jóladag, laugardag milli jóla og nýárs og á gamlársdag en dagskráin er sem hér segir. Auk þess er hátíðarguðsþjónusta í níu öðrum kirkjum í prestakallinu og má sjá nánari fréttir um það á vefsíðunni skalholtsprestakall.is og fésbókarsíðu prestakallsins.

Laugardagur 22. des. Barnasamvera kl. 11. Bergþóra Ragnarsdóttir og Jón Bjarnason.

Þorláksmessa 23. desember, 4. sunnud. í aðventu. Messa kl. 11. Messan er helguð Heilögum Þorláki. Englakertið tendrað á aðventukransinum. Altarisganga og sígilt messuform. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson og sr. Egill Hallgrímsson.

Jólanótt 24. desember. Hátíðarguðsþjónusta á jólanótt kl. 23.30. Hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteinssonar. Félagar úr Skálholtskórnum syngja. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Jón Bjarnason.

Jóladagur 25. desember. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteinssonar. Skálholtskórinn syngur. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, prédikar og sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari.

Laugardagur 29. desember. Barnasamvera kl. 11. Bergþóra Ragnarsdóttir og Jón Bjarnason.

Gamlársdagur 31. desember. Aftansöngur kl. 17. Félagar úr Skálholtskórnum syngja og organisti er Jón Bjarnason. Sr. Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur, þjónar fyrir altari og prédikar.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page