top of page

Gluggamessa, verklok og aðventuhátíð


Aðventumessa verður í Skálholtsdómkirkju kl. 11 3ja sunnud. í aðventu 16. des. Það er gluggamessa, til að fagna endurnýjun listglugga Gerðar Helgadóttur og altarismyndar Nínu Tryggvadóttur. Takmarkinu er náð með mikilli vinnu og framlögum fjölda fólks, hópa, fyrirtækja og sjóða. Allt orðið sem nýtt. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, biskup, sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, þjóna. Organisti er Jón Bjarnason. Lesarar eru Jón Sigurðsson, Drífa Hjartardóttir, Erlendur Hjaltason og Matthildur Róbertsdóttir. Meðhjálpari er Elínborg Sigurðardóttir. Eftir messu býður Skálholtsstaður til hádegisverðarhlaðborðs og þar verða fluttar þakkir fyrir vinnu, söfnun og framlög.

Aðventuhátíð sama dag kl. 16. Skálholtskórinn flytur kórverk og börn úr grunnskólum Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti syngja nokkur lög. Kristján Gíslason, Hringfarinn, flytur hugvekju. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, annast bæn og blessun. Organisti og kórstjóri er Jón Bjarnason. Fyrir og eftir aðventuhátíðin er heitt súkkulaði og kaffiveitingar í boði í Skálholtsskóla.

Alla virka daga eru morgunbænir kl. 9 og síðdegisbænir kl. 18 í umsjá sr. Skírnis Garðarssonar og sr. Egils Hallgrímssonar.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page