top of page

Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn 10. desember


Það verður sannkölluð jólastund í Skálholtsdómkirkju mánudaginn 10. desember kl. 20:00. Þá syngja hér Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn og flytja fallega jóladagskrá. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi dásamlega jólatónlist og hver veit nema þeir taki eitthvað sameiginlegt lag á tónleikunum. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti flytur hugvekju. Allir eru hjartanlega velkomnir að njóta hátíðlegrar söngstundar á þessu mánudagskvöldi í aðdraganda jóla. Aðgangseyrir er 1500 krónur sem rennur óskiptur í Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju en núna eru allir gluggar Gerðar Helgadóttur komnir endurgerðir í kirkjuna og altarismynd Nínu Tryggvadóttur lagfærð og gljáfægð. Stjórnandi og organisti er Jón Bjarnason.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page