Helgihald á jólaföstu


Annan sunnudag í aðventu, 9. des. verður messa kl. 11. Organisti er Jón Bjarnason og sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari og prédikar. Laugardaginn 8. des. verður barnasamvera í Skálholtskirkju kl. 11 í umsjá Bergþóru Ragnarsdóttur og Jóns Bjarnasonar, organista. Kveikt verður á Betlehemskertinu á aðventukransi kirkjunnar.

Virka daga verða morgunbænir kl. 9 og síðdegisbæn kl. 18. Sr. Egill, Jón Bjarnason, sr. Skírnir Garðarsson, héraðsprestur, og sr. Kristján leiða þessar bænir og eru allir velkomnir.

Þriðja sunnudag í aðventu 16. des. verður messa kl. 11. Er það Gluggamessa vegna þess að þá verður því fagnað að allir steindu gluggar Gerðar Helgadóttur eru komnir á sinn stað aftur eftir viðgerð Oidtmann feðga í Þýskalandi. Auk þess hefur altarismynd Nínu Tryggvadóttur verið lagfærð verulega. Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju hefur safnað fyrir þessum lagfærðingum. Öllum viðstöddum verður boðið í hádegisverðarhlaðborð í Skálholtsskóla í tilefni verklokanna.

Aðventuhátíð verður sama dag kl. 16 í Skálholtsdómkirkju með miklum söng og stuttum helgileik. Ræðumaður aðventuhátíðarinnar er Kristján Gíslason, Hringfarinn (úr samnefndum sjónvarpsþáttum).

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square