Tónleikar ML - kórsins í kvöld


Seinni tónleikar Kórs Menntaskólans á Laugarvatni eru í Skálholtsdómkirkju í kvöld. ML tónleikarnir hafa verið fjölsóttir og miðar seldir í forsölu. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en kirkjan opnar kl. 20:10. Kór ML er stærsti menntaskólakór landsins en í honum eru um 90 nemendur af 140 nemendum skólans. Stjórnandi kórsins er Eyrún Jónasdóttir.

Tónleikar kórsins eru alveg einstaklega skemmtilegir þar sem kórinn er með einsöngvara og hljóðfæraleikara úr kórnum. Kynningar eru einnig í höndum nemenda sem gerir stemninguna ennþá notarlegri. Þetta er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og ekki að síður frábær leið til að koma sér í jólagírinn.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður