Hátíðartónleikar vegna 100 ára fullveldis og fyrstu helgar aðventu

26.11.2018

Hátíðartónleikar margra kóra verða í Skálholtsdómkirkju í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga og upphafs aðventu 1. des. kl. 16.

Flutt verður fjölbreytta tónlist sem tengist á ein eða annan hátt tilefni dagsins. Stefnt er að því að koma tónleikagestum í rétta stemmningu fyrir komandi aðventu og jól svo ekki sé minnst á þessi merku tímamót í sögu þjóðarinnar.

Fram koma Kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls ásamt söngfólki úr Landeyjum, Kirkjukórar Stóra-Núps og Ólafsvallakirkna, Skálholtskórinn, Karlakór Selfoss og Öðlingarnir. Kórarnir mynda hátt í 100 manna blandaðan kór og einnig 100 manna karlakór. 

Einsöngvari á tónleikunum er Oddur Arnþór Jónsson bassi. Jóhann I. Stefánsson leikur á trompet og Matthías Nardeau leikur á Óbó. Orgel og píanó meðleik annast Jón Bjarnason og Guðjón Halldór Óskarsson. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti flytur ávarp og stjórnendur eru Guðjón Halldór Óskarsson, Jón Bjarnason og Þorbjörg Jóhannsdóttir.

Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00
miðaverð 2500 krónur 
frítt fyrir börn yngri en 12 ára 
öryrkja og eldri borgara.

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Sérvaldar færslur