top of page

Unglingastarfið í Skálholtsprestakalli er hafið


MOLARNIR ERU ÆSKULÝÐSFÉLAG ALLRA SÓKNANNA Í SKÁLHOLTSPRESTAKALLI

Unglingastarfið í Skálholtsprestakalli er hafð. Fundir eru í Skálholtsbúðum á mánudagskvöldum kl. 20.00 til 21.45.

Þetta starf er opið öllum ungmennum í 8., 9., og 10. Bekk grunnskólanna og í fyrsta bekk framhaldsskólanna.

Koný Björg Jónasdóttir hefur yfirumsjón með unglingastarfinu. Með henni eru aðrir frábærir æskulýðsleiðtogar sem hafa séð um þetta farsæla starf með Konnýju á undanförnum árum.

Helgarferð til Egilsstaða, á Landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar er framundan mjög fljótlega. Nauðsynlegt er að sækja fundi áður en farið er á landsmótið og því gott að byrja strax að koma á fundi.

Þeir sem vilja taka þátt í Molastarfinu geta óskað eftir að gerast meðlimir í lokuðum hópi á Facebook. Þar birtast allar tilkynningar sem varða starfið. Allir unglingar í 8., 9., 10., bekk og á fyrsta ári í framhaldsskólum - og sumir foreldrar - geta fengið aðgang að Facebook hópnum. (Skrifið Molar! í gluggann efst á facebook síðunni ykkar og ýtið á stækkunarglerið eða enter. Sækið síðan um aðgang og bíðið eftir að vera samþykkt)

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page