top of page

KOTTOS - með kraft og tilfinningu

Danski tónlistarhópurinn KOTTOS heldur tónleika í Skálholtskirkju þann 26. september klukkan 20.00-21.00.

Aðgangseyrir klr. 3.000. Ókeypis fyrir börn að 14 ára aldri. Posi á staðnum.

Tónlist KOTTOS er bæði sígild og þeirra eigin. Hinir fjóru margverðlaunuðu tónlistarmenn í KOTTOS sameinuðust um ástríðuna fyrir hinu fullkomna, því sem er öðruvísi, þjóðlagatónlistinni og tengingunni þar á milli. Með áhrifamikilli blöndu af norrænum tónlistaráhrifum sem eru fléttuð saman með áhrifum frá grískri tónlist, nær kvartettinn að skapa einstæða tónlist sem geislar af hlýju, snilld og krafti. En tónlist KOTTOS ber ekki keim af hefðbundinni þjóðlagatónlist. Það má helst skilgreina hana sem tónlist frá landi sem hefur aldrei verið til.

Meðlimir KOTTOS eru: Bjarke Mogensen, accordion Josefine Opsahl, cello Pernille Petersen, flauta Christos Farmakis, bouzouki

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page