Barnastarfið í Skálholtsprestakalli er í Skálholtsdómkirkju á laugardagsmorgnum kl 11.00

17.09.2018

ÞAÐ ER FYRIR FORELDRA OG BÖRN Í ÖLLUM ÁTTA SÓKNUNUM SEM MYNDA SKÁLHOLTSPRESTAKALL.

 

Umsjón með þessu mikilvæga starfi hefur Bergþóra Ragnarsdóttir, djáknakandídat en með henni í starfinu er Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti.

Tilkynningar sem varða barnastarfið birtast á Facebook hópnum "Barnastarf í Skálholti". Þetta er opinn hópur og gott fyrir þá sem vilja fylgjast með barnastarfinu að skrá sig í hann og fá tilkynningar um hvað er á döfinni. Börnin fá bók til eignar og límmiða til að safna i bókina. Þau heyra sögur úr Biblíunni, læra skemmtileg lög, föndra og gera allt mögulegt fleira.

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Sérvaldar færslur