top of page

Verðbreytingar hjá Skálholtsstað frá og með 1. september 2018


Bréf til allra er ferðaþjónustu varða.

Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum þann 15. maí 2018 að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Frá og með 1. September næstkomandi verður slíkt gjald innheimt.

Gjaldtakan verður eftirfarandi : Af hverjum hópferðabíl sem rúmar 30 farþega eða fleiri kr. 3.000. Af hverjum hópferðabíl sem rúmar færri 30 farþega kr. 1.500. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. Er þetta leið í að auka þjónustugæði staðarinns, ná talningu og betri yfirsýn yfir allan fjöldan sem leið liggur hingað.

Þess ber að geta að gjald verður einnig tekið af þeim gestum sem koma til staðarins á öðrum farartækjum en hópferðabílum. Um framkvæmd á innheimtu gjaldsins verður nánar tilkynnt síðar.

Stjórn Skálholtsstaðar væntir þess að fyrirkomulagi þessu verði vel tekið.

Ef frekari upplýsinga er þörf þá er undirritaður fús til samtals.

Fyrir hönd stjórnar Skálholtsstaðar,

Kristófer Tómasson stjórnarmaður.

Sími 861-7150

netfang: kristofer.tomasson@gmail.com

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page