Sumartónleikar 3. júlí-5. ágúst 2018

22.06.2018

Sumartónleikar í Skálholtskirkju hafa verið starfandi síðan 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtsdómkirkju í 5 – 6 vikur á hverju sumri. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærsta sinnar tegundar á landinu. Hvert sumar sækja milli 3000 og 4000 gestir hátíðina, en þeim fer fjölgandi með hverju ári. Það má því segja að hátíðin sé einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi að sumrinu til.

 

​Staðartónskáld Bára Gísladóttir og Bergrún Snæbjörnsdóttir.

 

Aðgangur ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum.

 

Tónleikatímar um helgar klukkan 14:00 og 16:00.

Eitt helsta markmið hátíðarinnar er að stuðla að nýsköpun íslenskrar kirkjutónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, eftir öll helstu tónskáld Íslands. Flestir helstu tónlistarmenn þjóðarinnar hafa komið að starfi hátíðarinnar á starfsferli sínum en jafnframt hafa fjölmargir virtir erlendir flytjendur sótt Sumartónleika heim ár hvert. Hátíðin hefur skapað sér sess sem mikilvæg tónlistarhátíð á heimsvísu, sérstaklega hvað varðar flutning á tónlist 17. og 18. aldar.


Framkvæmdastjóri: 
Guðrún Birgisdóttir
sumartonleikar.skalholt@gmail.com, s. 8240638

Stjórn:
Margrét Bóasdóttir (formaður)
Kolbeinn Bjarnason
Tryggvi M. Baldvinsson

 

Sjá heimasíðu sumartónleikanna fyrir frekari upplýsinga. 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Sérvaldar færslur

Öruggar útfærslur á öllum þáttum kyrrðardaga út frá kröfum um sóttvarnir

September 23, 2020

1/10
Please reload

Nýjustu færslur
Please reload

Safnið
Please reload

Stikkorð
Please reload

Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður