Viðgerðir á gluggum Gerðar Helgadóttur

Á næstu dögum lýkur öðrum áfanga viðgerða listglugga Gerðar Helgadóttur í Skálholtsdómkirkju. Fulltrúar Oidtmann fyrirtækisins í Þýskalandi sem annast viðgerðirnar munu þá setja upp fimm glugga í miðskipi, stóru gluggana í Maríustúku og orgelstúku og átta glugga í kór. Síðan taka þeir niður þá glugga sem eftir eru. Það er stóri glugginn á vesturstafni, tíu minni gluggar í miðskipi og litlu gluggarnir í forkirkju og skrúðhúsi. Þessi gluggar munu síðan koma til baka í október í haust og þá verður þessu verki lokið. Auk þess að gera við listgluggana hefur verið skipt um hlífðargler og gluggaopin lagfærð. Þegar viðgerð glugganna lýkur verður eftir að gera við sprungur í mosaikaltaristöflu Nínu Tryggvadóttur, sem vonandi verður hægt að gera í beinu framhaldi.

Gluggar Gerðar eru 15 talsins plús tveir smærri og búa allir yfir mikla sögu

Þetta mikla verkefni hefur fyrst og fremst verið kostað af fjárframlögum fyrirtækja og einstaklinga og með styrk úr Húsafriðunarsjóði. Það er mikið þakkarefni hvað söfnunin hefur gengið vel þó enn sé lokaáfanginn eftir. Bakhjarl verkefnisins er Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju sem stofnaður var árið 2016. Sjóðurinn hefur kt. 451016-1210,og reikningsnúmer 0152 -15- 380808.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square