Fuglaskoðun í Skálholti með Jóhann Óla Hilmarsson 21. júní

30.05.2018

Fimmtudaginn 21. júní mun Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og höfundur Fuglavísis, leiða fuglaskoðun í Skálholti. Varptíminn stendur sem hæst og má búast við að sjá ýmsa algenga mófugla og skógarfugla í göngunni. Jóhann Óli mun jafnframt segja frá fuglalífi í Tungunum og benda á helstu skoðunarstaði.

 

Hafið með ykkur sjónauka.

 Hlökkum til að sjá ykkur.

Share on Facebook
Share on Twitter