top of page

Íbúafundur miðvikudaginn 30.maí 2018 klukkan 15.00 – 16.30


Stjórn Skálholts boðar til fundarins. Tilgangur hans er að kynna íbúum í nágrenni Skálholts nýtt deiliskipulag fyrir Skálholtsstað og alla Skálholtslandareignina.

Ennfremur verður gerð grein fyrir eftirfarandi verkefnum:

1. Breytingar á Biskupshúsinu vegna nýs hlutverks hússins til þjónustu við starfsfólk og gesti kirkjunnar, ferðamenn og ferðaþjónustuaðila. 2. Staða viðgerða listglugga Gerðar Helgadóttur.

3. Samstarf Minjastofnunar og Skálholtsstaðar um merkingar á staðnum, einkum friðlýstra fornminja, og breytingar á tengingu úr göngunum frá Skálholtsdómkirkju að uppgraftarsvæðinu sunnan kirkju.

4. Skráning fornminja í landi Skálholts.

5. Átak í skógræktarmálum í Ásunum norðan og austan Skálholtsstaðar.

Sérstakur gestur fundarins er nýkjörinn vígslubiskup Skálholtsumdæmis, séra Kristján Björnsson.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page