Pílagrímaleiðin Strandarkirkja heim í Skálholt 2018


Fimm sunnudaga sumarið 2018 verður pílagrímaleiðin frá Strandarkirkju í Selvogi heim í Skálholt gengin. Skipuleggjendur eru Suðurprófastsdæmi og Skálholt.

Fyrsti leggurinn verður farinn sunnudaginn 27. maí. Viltu koma? Viltu lesa frekar um? Sjá: www.pilagrimagongur.is

Þátttakendur mæti á einkabílum á áfangastað hverrar göngu og skilja bíla eftir þar. Rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar og svo er gengið til áfangastaðar þar sem bílarnir bíða. Hægt að fara í stakar ferðir.

Ganga þarf frá greiðslu fyrir kl. 15, fimmtud. fyrir ferð. Hver ferð kostar kr. 3.000 fyrir manninn en verður lækkað eftir því sem fleiri skrá sig. Gjaldið er fyrst og fremst fyrir rútubílinn.

Göngulag pílagrímsins er með dálítið öðrum hætti en göngumannsins. Eitt er að fara af stað og ganga, en annað er að ganga í gleðisöng pílagrímsins. Þessar ferðir gætu því komið að gagni til að temja sér hugarfar pílagrímsins í henni veröld. Heimamenn mæta pílagrímum og kynna fyrir þeim sögur og sjónardeildarhringinn. Hugleiðingar, ritningarlestur, kyrrð og samtal ásamt altarissakramenti marka pílagrímagöngurnar.

Fólk fer á eigin ábyrgð alfarið í þessa göngu, að öllu leyti. Umsjónarmaður er Axel Á Njarðvík héraðsprestur og veitir hann frekari upplýsingar í síma 8561574 eða axel.arnason@kirkjan.is.

Viðurkenningarskjal afhent í Skálholti.

Skráning:

Skráning fer fram á: www.pilagrimagongur.is

Sjá meiri upplýsingar hér:

Facebook síða er: pílagrímaleið

Sjá einnig: www.pilagrimar.is

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square