Kórtónlist í Skálholti annan í Hvítasunnu klukkan 20:00

Skálholtskórinn tekur á móti Missouri State University Chorale Boðið verður upp á mikla söngveislu í Skálholti á annan í Hvítasunnu þegar þessi frábæri kór kemur í heimsókn í Skálholt. Kórinn er á 18 daga ferðalagi um Ísland, Noreg, Svíþjóð og Danmörku. Kórinn hefur ferðast víða um heim og haldið tónleika um öll Bandaríkin, Evrópu og í suður Afríku á liðnum árum. Kórinn syngur reglulega á ráðstefnum samtaka amerískra kórstjóra og fleira. Í kórnum eru útvaldir söngvarar sem eru flestir í tónlistarnámi og er þetta aðalkórinn af fimm kórum í Missouri háskóla þar sem eru yfir 200 söngvarar samanlagt. Stjórnandi kórsins er Cameron F. LaBarr. Hann er aðalstjórnandi kóranna í Missouri einnig er hann aðstoðarprófessor í kórstjórnarkennslu við skólann. Cameron hefur lokið doktorsgráðu í tónlist. Hann hefur lagt stund á kórstjórnar og hljómsveitarstjóranám. Hefur komið fram sem gestastjórnandi víða meðal annars í Bandaríkjunum, Evrópu, Suður-Afríku og Kína. Skálholtskórinn syngur einnig á tónleikunum undir stjórn Jóns Bjarnasonar og munu kórarnir taka lagið saman. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir á gæða kvöldstund og að njóta fallegrar tónlistar með kórunum.

Stjórnandi kórsins er Cameron F. LaBarr.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square