top of page

100 ára afmæli fullveldi Íslands


Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands stendur Skálholtsstaður fyrir röð viðburða þar sem boðið verður upp á ýmsan fróðleik sem tengist sögu staðarins.

Miðvikudaginn 20 juní kemur Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur til okkar. Hún ætlar að ganga með okkur um nágrenni Skálholtsstaðar þar sem við fræðumst um ýmsar tegundir plantna, ekki síst þær sem tilheyra íslensku flórunni.

Opið öllum, endilega mæta með bók um flóru íslands, og ykkur er velkomið að fá ykkur kaffisopa á undan eða eftir þennan viðburð.

Miðvikudaginn 4. júlí kemur svo ætlar Bjarni Harðarson og verður með sögugöngu um Skálholt 18. aldar. Hann mun fjalla um merka menn og líf fólks á 18. öldinni og fluttning skólans frá Skálholti til Reykjavikur, en hann tók þar til starfa í nýreistu skólahúsi haustið 1786. Bjarni er bóksali á Selfossi, fyrrverandi blaðaútgefandi og var alþingismaður um skamma hríð. Hann sendi á síðasta ári frá sér skáldsöguna Í skugga drottins sem fjallar um Skálholt 18. aldar. Á þessu og næsta ári kemur framhald þeirrar sögu í bókum sem ná til þess tíma að skóli og stóll hafa flutt endanlega til Reykjavíkur. Gengið verður frá staðnum upp til Helgusystur í Langasundi og Smiðjuhóla þar sem margvísir Skálholtssmiðir hafa breytt mýrarrauða í járn. Hann er einnig fjögurra barna faðir, Tungnamaður, óforbetranlegur fornaldardýrkandi, þjóðfræðinemi og umhverfissinni fram í fingurgóma.

Þessi viðburður er opin öllum og að kostnaðarlausu. Veitingarstaðurinn í Skálholtsskóla verður opinn ef fólk hefur áhuga á að fá sér veitingar fyrir eða eftir sögustundina.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page