Skálholtsbjórinn kynntur

04.05.2018

 

Þann 5 maí verður veisla í Skálholtsskóla. Á holtinu þar sem skálað hefur verið í 1000 ár, mun fyrsti Skálholtsbjórinn líta dagsins ljós með tilheyrandi pompi og prakt, en hann verður seldur á miðaldaverði þetta eina kvöld og í boði verður smakk á miðaldakvöldverðinum. 

Einnig verður boðið upp á staðarleiðsögn, söng frá Unni Malín og orgelleik Jóns Bjarnasonar. 

Jarteiknabækur bera með sér að oft misheppnaðist ölgerðin á Íslandi á fyrri öldum. Það kom „skjaðak" í ölið, sem er einhverskonar eitrun. Var þá heitið á helga menn og urðu þeir jafnan vel við. Sagt er að Ísleifur biskup blessaði mungát það er skjaðak var í og var þaðan í frá vel drekkandi. 

Ennfremur segir um Þorlák biskup helga:
Þorlákur helgi var í lifanda lífi „svo drykksæll, að það öl brást aldrei er hann blessaði og hann signdi sinni hendi þá er gjörð skyldi koma".

Það kostar ekki á þennan viðburð og vonumst við til að sjá sem flesta hér að fagna þessum degi með okkur!

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Sérvaldar færslur

Söngur, sagnir og ljóðatónlist í Skálholti - Hilmar Örn, Björg Þórhallsdóttir og Elísabet Waage á hörpu

November 9, 2019

1/10
Please reload

Nýjustu færslur

December 4, 2019