top of page

King‘s Voices - 25.mars - kl 20:00


King‘s Voices - 25. Mars klukkan 20:00

Skálholtsdómkirkju

Aðgangur: Ókeypis

Tónleikar á pálmasunnudag klukkan 20:00 Á Pálmasunnudag 25. mars verður boðið upp á einstaka kórtónleika í Skálholtsdómkirkju.

King‘s Voices er blandaður háskólakór frá hinum virta Cambridgeháskóla á Englandi. Kórinn var stofnaður árið 1997 en þá var ákveðið að bæta við blönduðum kór í skólann til þess að kvenraddir fengju loks tækifæri til taka þátt í að syngja aftansöng (e. Evensong) í King‘s College.

Fram að því voru einungis karla- og drengjaraddir sem sungu sópran - og altraddir í kórnum. Sú hefð að syngja aftansöng í kapellu King‘s College á rætur að rekja allt til 16. aldar og mörg af þekktustu tónskáldum sögunnar hafa skrifað tónlist sérstaklega fyrir Kapelluna í King‘s College.

Með King‘s Voices kemur einnig fram organistinn Edward Reeve sem er 22 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann haldið fjölda tónleika sem píanóleikari, semballeikari, organisti og sem hljómsveitarstjóri. Edward hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framúrskarandi árangur.

Stjórnandi King‘s Voices er Ben Parry.

Skálholtskórinn mun einnig koma fram á tónleikunum og syngja kórarnir nokkur lög saman meðal annars hið víðfræga sálmalag Þorkells Sigurbjörnssonar Heyr himnasmiður sem var frumflutt í Skálholti.

Einnig syngur Skálholtskórinn hið undurfagra verk Locus iste eftir A. Bruckner. Svo syngja kórarnir hvor í sínu lagi fjölbreytta efnisskrá. Stjórnandi Skálholtskórsins er Jón Bjarnason.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og er þetta einstakt tækifæri til þess að fá að heyra í King‘s Voices og fá innsýn inní aldagamla tónlistar- og aftansöngshefð frá þessum virta háskóla í fögrum hljómi Skálholtsdómkirkju.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page