Kyrrðardagar fyrir konur 22. - 25. febrúar 2018

Leiðsögn Guðs – „Þitt orð er lampi fóta minna…“ (Sálm. 119:105) er yfirskrift Kyrrðardaga kvenna en þeir eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og kyrrð á helgum stað. Allt umhverfi Skálholts býður upp á frið, kyrrð og næringu fyrir líkama, anda og sál.
Kyrrðardagar kvenna hefjast á fimmtudeginum 22. febrúar kl.18:00 og þeim lýkur með þátttöku í messu sunnudag 25. Febrúar kl. 11.
Boðið er upp á einfalda dagskrá og þátttaka í henni er boð til þín en ekki skylda. Skálholt hefur upp á mikið að bjóða og þú hefur frelsi til að njóta þess á þinn hátt. Í kyrrð og þögn má komast í nánara samband við Guð og njóta þess að hlusta á hann.
Gönguferðir í umhverfi Skálholt eru líka nærandi fyrir líkama og anda. Boðið er upp á bænagöngu í dagskránni og gott er að hafa meðferðis hlýjan fatnað og gönguskó .
Ef þú hefur sérstakar þarfir varðandi mat eða annað varðandi dvölina biðjum við þig að láta vita til Hólmfríðar Ingólfsdóttur netfang holmfridur(hjá)skalholt.is. Fullnaðargreiðsla þátttökugjalds er á staðnum og gott er að ganga frá henni á föstudegi.
Best er að vera komin í Skálholt milli 17.00-18.00 hitta aðrar konur og koma sér vel fyrir á staðnum.
Allra veðra er von í febrúar. Okkur er það kappsmál að veður eða færð á vegum verði ekki til að hindra þátttöku þína í kyrrðardögunum. Þess vegna hvetjum við þig til að hafa samband við Hólmfríði Ingólfsdóttur ef þú óskar þess að vera samferða öðrum í Skálholt.
Umsjón hafa Þórdís Klara Ágústsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Ástríður Kristinsdóttir og Bergþóra Baldursdóttir.
Dagskrá:
Fimmtudagur 22 febrúar.
Kl. 18.00 Kvöldsöngur Skálholtsdómkirkja
Kl. 18.30. Kvöldverður Skálholtsskóli – matsalur
Kl. 20.00 Kynning í setustofu: dagskrá og hagnýt atriði
Kl. 21.00 Bæn og innleiðing í þögnina Kapella
Föstudagur 23. Febrúar.
Kl. 07.30 Vakið með söng
Kl. 08.00 Messa Skálholtsdómkirkja
Kl. 09.00 Morgunverður Skálholtsskóli – matsalur
Kl. 10.00-10.40 Samvera Skálholtsskóli – setustofa
Íhugun, bæn – söngur
Kl. 12.30 Hádegisverður Skálholtsskóli – matsalur
Kl. 14.00 Kyrrðar- og bænaganga
Kl. 15.00-16.00 Eftirmiðdagshressing Skálholtsskóli – matsalur
Kl. 15.30-17.30 Boðið upp á fyrirbæn Skálholtsskóli – kapella
Kl. 18.00 Kvöldsöngur Skálholtsdómkirkja
Kl. 18.30 Kvöldverður Skálholtsskóli – matsalur
Kl. 20.00 Bænasamvera Skálholtsskóli – kapella
Laugardagur 24. Febrúar.
Kl. 07.30 Vakið með söng
Kl. 08.00 Messa Skálholtsdómkirkja
Kl. 09.00 Morgunverður Skálholtsskóli – matsalur
Kl. 10.00-10.40 Samvera Skálholtsskóli – setustofa
Íhugu, bæn – söngur
Kl. 12.30 Hádegisverður Skálholtsskóli – matsalur
Kl. 15.00-16.00 Eftirmiðdagshressing Skálholtsskóli – matsalur
Kl. 15.30-17.30 Boðið upp á fyrirbæn Skálholtsskóli – kapella
Kl. 18.00 Kvöldsöngur Skálholtsdómkirkja
Kl. 18.30 Kvöldverður Skálholtsskóli – matsalur
Kl. 20.00 Samvera Skálholtsskóli – kapella
Sunnudagur 25. Febrúar.
Kl. 08.30 Vakið með söng
Kl. 09.00 Samvera – fararbæn og blessun Skálholtsskóli – kapella
Þögin rofin
Síðan morgunverður Skálholtsskóli – matsalur
Kl. 11.00 Messa Skálholtsdómkirkja