Þóra Karítas flytur hugvekju og Skálholtskórinn syngur í aðventustund á LúsíumessuAðventuhátíð verður í Skálholtsdómkirkju kl. 17 í dag, 3. sunnudag í aðventu, 13. desember, í vönduðu streymi.

Hugvekju flytur Þóra Karítas Árnadóttir, rithöfundur, leikkona og guðfræðingur. Nýjasta bók hennar er Blóðberg en áður skrifaði hún Mörk. Hún gerði sjónvarpsþættina "Hver ertu?" sem vakið hafa verðskuldaða athygli.

Skálholtskórinn syngur og flytur kórverk undir stjórn Jóns Bjarnasonar organista. Sr. Egill Hallgrímsson annast ritningarlestur, bæn og blessun. Þessi dagur er einnig Lúsíumessa og dagur ljóssins.
Aðventuhátíðinni verður streymt á fb-síðu Skálholts með því að nýta Youtube myndbandsforritið. Umsjón með útsendingunni hefur Jón Bjarnason.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur