top of page

Óskalögin við Orgelið


Jón Bjarnason Organisti í Skálholtsdómkirkju býður gestum að velja sér óskalög sem hann spilar á orgelið. Jón mun vera við orgelið alla fimmtudaga í sumar frá kl 11:00 - 12:00. Jón er slyngur organisti sem kann flest lög, allt frá Bohemian Rapsody yfir í Heyr Himnasmiður. Gestir geta valið úr löngum lagalista, en tilvalið er að syngja með. Veldu á milli sálma, sönglaga, dægurlaga og popplaga. Jón getur spilað allt og hægt er að syngja með!


Þetta er skemmtileg viðbót við kirkjustarf Skálholtskirkju, en með þessu móti kynnist fólk starfi organistans og orgelinu og möguleikum kirkjutónlistar.


Verkefnið er einnig liður í fjáröflun Verndarsjóðsins en miklar framkvæmdir standa fyrir dyrum í Skálholtsdómkirkju. Féð sem safnast verður nýtt til að lagfæra kirkjuklukkurnar, steinþak kirkjunnar og bæta lýsingu í kirkjunni.


Hvert lag kostar 1000 kr og rennur óskipt til Verndarsjóðs Skálholtskirkju en tilgangur sjóðsins er að safna fé til viðgerða, endurbóta og viðhalds á Skálholtsdómkirkju.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page