top of page

Árdegismessa á Þorláksmessu á sumar 20. júlí kl. 9


Þorláksmessa á sumar er haldin 20. júlí ár hvert og var Skálholtshátíð um helgina einmitt miðuð við Þorláksmessu á sumar. Sjálfa Þorláksmessu, 20. júlí verður morgunmessa kl. 9. Messað verður inní í Skálholtsdómkirkju og eru allir velkomnir.

Vígslubiskup leiðir stundina og Jón Bjarnason leikur á orgel undir almennan söng. Altarisganga.


Þorláksmessa á sumar á rætur sínar í því er bein Þorláks biskups Þórhallssonar voru tekin upp, einsog sagt er, og lögð í skríni mikið og veglegt. Það er einnig kallað skrínlagning. Þetta veglega skríni var varðveitt í Skálholtsdómkirkju og slapp m.a. við bruna kirkjunnar 1527 er það var borið yfir í Þorláksbúð og haft þar uns ný kirkja Ögmundar Pálssonar var risin. Skrínið var varðveitt í kirkjunum fram yfir aldamótin 1800 en hverfur þá á undarlegan hátt og hefur ekki fundist. Þetta er þegar Valgerðarkirkja er reist og Brynjólfskirkja tekin ofan.


Þorláksmessa á sumar var ein af stærri hátíðum á Íslandi lengi fram eftir öldum en minnig þessa dags er endurvakin með stofnum Skálholtsfélagsins 1948 og fyrsta Skálholtshátið í seinni tíð, 1949, er haldin sem næst messudegi heilags Þorláks.


Eftir skrínlagninguna árið 1198 er Þorlákur helgi lýstur dýrlingur á Alþingi 1199 sem landsdýrlingur Íslands. Hann hlaut síðan staðfestingu hjá hans heilagleika í Róm, Jóhannesi Páli páfa árið 1986 í aðdraganda Íslandsheimsóknar hans 1989.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page