"Á ávöxtunum skuluð þér þekkja þá". Messa kl. 11.

Þemað í messunni sunnudaginn 7. ágúst kl. 11 eru þessi orð Jesú: "Á ávöxtunum skuluð þér þekkja þá." Messan er á þann hátt sérstök að bæði sakramentin verða höfð um hönd, skírnin og altarisgangan. Þau eru sakramenti þar sem báðir helgisiðirnir eru stofnaðir af Jesú sjálfum með orðum hans og boði. "Farið og skírið ..." í skírninni. "Takið og etið" og "Drekkið allir hér af" í altarisgöngunni. Við komum því öll að boði hans sem koma á morgun. Af elsku mannanna þekkjum við hverir eru lærisveinar hans. Kærleikur hans er mestur og fellur aldrei úr gildi. Hann er því besti mælikvarðinn á réttlæti og frið í samfélaginu. Það hefur reynt á það undanfarið einsog komið hefur fram í dagskrá og erindum á Gleðigöngunni, kraftmikilli birtingarmynd kærleikans.