top of page

SAGA OG MENNING Í 1000 ÁR

Saga Skálholts er jafn löng landnámi Íslands. Skálholt varð biskupsstóll árið 1056 og hér var vagga æðri menntunar um aldir og stjórnsetur Íslands. Hægt er að heimsækja sýningu í kjallara kirkjunnar. Núverandi dómkirkja er frá 1963 og er hún opin alla daga 9-18. 

Hér á að vera hægt að sjá hvernig Skálholt hefur þróast og mótað íslenska menningu á langri sögu staðarins.

Mikið af sögu Skálholts hefur varðveist og hægt er að fræðast um hana á sýningu kirkjunnar og í Skálholtsskóla. Sumarið 2019 verður opnuð sögusýning í Gestastofu.

Brynjólfur biskup.jpeg

Hér á að vera hægt að sjá hvernig Skálholt hefur þróast og mótað íslenska menningu á langri sögu staðarins.

Sögur úr Skálholti.jpg

Sögur úr Skálholti er Hlaðvarp sem Þorgerður Ása Aðasteinsdóttir útvarpskona hjá Rás 1 gerði fyrir Skálholt. Hún drepur niður á stöku stað í sögu Skálholts með hjálp góða gesta. Hér má hlusta á þáttinn og ítarlegri viðtöl.

Bókasafn Skálholts er varðveitt í turni Skálholtsdómkirkju. Það er að stofni til bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar,  sýslumanns Dalamanna 1920-1954. Til stendur að færa bókasafnið úr turninum í aðgengilegra rými í Gestastofunni.

bottom of page