top of page

Einstök tónlistarhefð í nútíma og tíma barokks

Updated: Jun 10, 2024

Sumartónleikarnir í Skálholti eru afar merkilegur viðburður og í raun einstök tónlistarhefð er nær athygli langt út fyrir landssteinana. Henni verður líklega best lýst sem blöndu af frumflutningi nútímatónlistar og flutningi tónlistar 17. og 18. aldar. Þar er Bachsveitin í Skálholti ákveðið hryggjarstykki. Um 200 verk eftir staðartónskáld hafa verið frumflutt á Sumartónleiknum. Hjalti Nordal, tónskáld og fiðluleikari er staðartónskáld 2023. við það bætist myndlistasýning í ár. Ég er sérstaklega spenntur fyrir því að fá Benedikt Kristjánsson til starfa sem stjórnanda tónleikanna og hlakka til samstarfsins. Það sama gera allir hér í Skálholti. Það verður gaman að eiga þessa daga hér og heyra hljóminn í kirkjunni eftir endurnýjunina. Svo má ekki gleyma því að staldra við og fá sér kaffi og vöfflur eða tertur á milli tónleika inná veitingastaðnum Hvönn í Skálholtsskóla. Við erum að njóta og lyfta andanum í næði á helgum stað við afar vandaðan tónlistarflutning,“ sagði Kristján.


Öll dagskráin með ólíkum tónleikum, myndlistasýningu, kynningum og forspjalli eru á vef Sumartónleikanna. Ekki er greiddur neinn aðgangseyrir en framlög til Sumartónleika eru vel þegin og fólki býðst líka að gerast hollvinir tónleikanna.


Vígslubiskupinn í Skálholti ber nokkra ábyrgð gagnvart Sumartónleikunum þannig að hann starfar lauslega með stjórnanda, tónlistarfólki og stjórninni. Formaður Sumartónleika er skipaður af vígslubiskupnum og er það Guðrún Birgisdóttir. Aðrir í stjórn eru Elín Gunnlaugsdóttir og Margrét Bóasdóttir.


Myndin er af Benedikt Kristjánssyni, sem er framkvæmdastjóri Sumartónleikanna og listrænn stjórnandi. Hann er tíður gestur á virtum tónlistarhátíðum, eins og Bachfest Leipzig, Musikfest Stuttgart, Händelfestspiele Halle og Oude Muziek Festival Utrecht og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tónlistarverðlauna.


0 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page