top of page

Bleik messa í Skálholtsdómkirkju

Október mánuður er tileinkaður baráttu kvenna gegn krabbameini og að því tilefni var haldin bleik messa í Skálholtsdómskirkju á fyrsta sunnudegi október mánaðar 6.október 2024. Mætingin var góð og var sérlega ánægjulegt að sjá svo mörg börn og ungmenni viðstödd í kirkjunni. Bergþóra Ragnarsdóttir djákni sér um barnastarf í Skálholti og sagði krökkunum sögu og bauð þeim að föndra á meðan séra Kristín Þórunn prédikaði fyrir fullorðna fólkið.


Það er messað alla sunnudaga í Skálholtsdómkirkju kl 11:00. Verið öll velkomin!




21 views0 comments

Comments


bottom of page