top of page

Aftur kominn djákni í Skálholt

Sunnudaginn 22. september setti sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur Suðurprófastsdæmis Bergþóru Ragnarsdóttur í embætti djákna og sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur í embætti sóknarprests í Skálholtsprestakalli. 

 

Við fjölsótta guðsþjónustu þjónuðu líka Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholts og Vigdís Fjóla Þórarinsdóttir fermingarbarn, auk sr. Óskars Hafsteins Óskarssonar og Kristjáns Björnssonar vígslubiskups. Jón Bjarnason lék á orgel og leiddi Skálholtskórinn í sálmasöng. Messukaffi var í Skálholtsskóla þar sem vígslubiskup ávarpaði samkomuna. 

 

Á þessum gleðidegi var sérstaklega ánægjulegt að sjá aftur djákna í þjónustu við Skálholtsstað en djákni hefur ekki verið á staðnum síðan fyrir siðbót. Í prédikun sinni minnti sr. Kristín Þórunn á þetta og sagði að nú yrði ekki leiðinlegt fyrir neinn að vera í Skálholti, eins og sagt var um þá daga þegar Þorlákur helgi sat staðinn. 




4 views0 comments

Comments


bottom of page