Messa kl. 11 með áherslu á skírn Jesú í Jórdaná. Gaman væri að fá alla og sérstaklega þau öll sem hafa stigið í Jórdaná. Fyrirsögnin er úr guðspjalli Matteusar, 3. kafla: "Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á."
Organisti er Pétur Nói Stefánsson. Almennur söngur.
Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, þjónar fyrir altari og prédikar með örsögum úr Galíleu og fjallar um hinn forna sjómannadag á vetri. Hjartanlega velkomin í fyrstu eftirjólamessu ársins. Eða hvenær lýkur annars jóladögum?
Comments