top of page

Íhuganir og samtal á föstunni í Mofellskirkju í Grímsnesi

Updated: Feb 1

Mosfellskirkja býður til vikulegra íhugunarstunda á föstunni, á miðvikudögum kl. 19.30. Við höfum stutta helgistund og eigum síðan samtal um föstuna, trúna og lífið. Góðir gestir á hverju kvöldi og kirkjukaffi á prestsetrinu eftir stundina.

 

Íhuganir á föstu á Mosfelli 2025

 

5. mars “Að iðrast í sekk og ösku – hvað og hversvegna?”

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, prestur og háskólakennari


12. mars “Leyfið börnunum að koma til mín – skírnin í dag”

               Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur og kirkjutölfræðingur


19. mars “Passíusálmarnir í lífi okkar”

               Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup emerita og settur héraðsprestur


26. mars “Blá guðfræði – vatnið og trúin”

               Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor í hagnýtri guðfræði og helgisiðafræðingur


2. apríl “Hvernig dreymir okkur um iðrun og eftirsjá?”

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur og draumafangari


9. apríl “Ég hef augu mín til fjallanna”

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus og safnari

 


Mosfellskirkja - miðvikudagar kl. 19.30. Allir velkomnir.

 

Á Mosfelli er svartmáluð timburkirkja sem var byggð á árunum 1847-48. Hún er hlýleg og geymir fagra muni frá fyrri tíð. Á Mosfelli er prestsetur Skálholtsprestakalls.




 

 

8 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page