Leiðsögn um Skálholt 

Kirkjuverðir bjóða upp á ókeypis leiðsögn um Skálholtskirkju og umhverfi alla virka daga í sumar. Farið verður kl 11:00 og 14:00 frá kirkjunni. 

Gangan tekur um 30 mínútur en gestir verða leiddir um kirkjuna þar sem kirkjumunir eru skoðaðir og listaverkin steindir gluggar Gerðar Helgdóttur og altaristafla Nínu Tryggvadóttur. Farið er á safnið í kjallara kirkjunnar þar sem steinkista Páls Jónssonar Biskups er skoðuð en hún er frá árinu 1193. Farið er út undirgöngin og út á minjasvæðið, inn í Þorláksbúð en gangan endar við Jurtagarðinn.

 

Ókeypis er í göngurnar en athugið að þær eru einungis á virkum dögum. 

Tilvalið er að nýta sér hádegisverðartilboð í Veitingahúsinu Skálholti. 

 

 

Hægt er að panta staðarleiðsögn um Skálholtsdómkirkju, minjasafnið, göngin, fornleifasvæði og sögustaði. Gjaldið er hóflegt og rennur til staðarins. Vinsamlegast sendið póst á skalholt@skalholt.is eða hringið í síma: 486-8870

Söguganga_Virkishóll_2020.jpg