top of page
ÁRNI ÞORLÁKSSON
Árni Þorláksson var biskup í Skálholti 1269–1298.
Hann setti saman kristinrétt sem skrifaður er í flest lögbókarhandrit frá miðöldum. Árni biskup vann sigur í staðamálum svonefndum sem fólst í sættargerð sem kvað á um að helstu kirkjustaðir í biskupsdæminu skyldu lúta yfirráðum biskupsins í Skálholti. Uppúr því óx auður, vald og tign Skálholts og var reisn staðarins í hámarki þegar siðbreyting varð í landinu.
bottom of page