JÓN GERREKSSON

Jón Gerreksson var danskur biskup í Skálholti 1426–1433.

Annálar segja að Norðlendingar hafi tekið Jón skrýddan við altarið í dómkirkjunni, haft niður til Brúarár og drekkt honum með taug og steini (1433). Eftirmál urðu ekki.

Þegar nafn Jóns Gerrekssonar ber á góma er oftast nefnd frásögnin hér fyrir ofan en sjaldnar er minnst á þau góðu verk sem Jón gerði hér á landi. Má þá fyrst nefna að hann keypti laus íslensk börn sem enskir kaupmenn höfðu keypt mansali hér á landi.

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður