top of page

ÍSLEIFUR GISSURASON

Ísleifur Gissurarson var fyrsti biskup Íslendinga, árin 1056–1080. Hann var vígður árið 1056 af Aðalbjarti erkibiskupi í Brimum. Með vígslu Ísleifs varð Ísland tekið í tölu menningarþjóða og ruddi kirkjan siðmenningunni braut. Ísleifur sonur Gissurar hvíta hlaut biskupsvígslu í Bremen 1056.  Konan hans var Dalla Þorvaldsdóttir.  Þegar Ísleifur bað hennar sagðist hún vilja eiga hann og meið honum þann son sem göfugastur yrði á Íslandi.  Sonur þeirra var Gissur biskup, en hann átti mikinn þátt í að sett voru svonefnd tíundarlög, sem um margar aldir voru ein af grunnstoðum í skipun þjóðfélagsins.

bottom of page