top of page

"Steypiregn"

"Þetta var heilmikil upplifun og spennandi á köflum," sagði Jón Steffenssen prófessor, sem var viðstaddur kynningu bókarinnar. "Ég var við uppgröftinn meira og minna allt sumarið. Þarna komu margir merkilegir hlutir í ljós sem erfitt var að gera sér grein fyrir fyrr en eftir á hversu merkilegir voru. Steinkista Páls biskups var náttúrlega það markverðasta. Að fá þetta svona upp í hendurnar, sem enginn vissi hvað var. Það var ekki til nema ein heimild um Pál, í biskupasögu, og er þar talað um kistu hans, en síðan ekki söguna meir. Hér var komið einstakt sönnunargagn og um leið skemmtileg sönnun fyrir fornri heimild. Sjálf opnun kistunnar fór ekki fram fyrren við hátíðlega athöfn og þá kom þetta steypiregn."

Hljóðskrá frá opnun steinkistu Páls biskups Jonssonar 30 ágúst 1954 -
00:00 / 00:00
bottom of page