GISTING Í SKÁLHOLTI
Bókanir fyrir gistingu geta farið í gegnum formið hér að neðan. Nánari upplýsingar og bókarnir í síma: 4868870 og í tölvupósti hotelskalholt@skalholt.is.
HERBERGI & ORLOFSHÚS
Skálholtsskóli býður upp á gistingu í mismunandi verðflokkum. Vinsamlegast hafið samband og fáið upplýsingar og tilboð.
-
Í aðalbyggingu Skálholtsskóla eru 18 tveggja manna herbergi með baði.
-
Í Selinu eru 5 tveggjamanna herbergi með tveimur sameiginlegum snyrtingum. Eldhús og heitur pottur.
-
Í Skálholtsbúðum (5-6 mín. gangur frá aðalbyggingu) eru 10 tveggjamanna herbergi og 1 einsmanns með sameiginlegri snyrtingu. Eldhús, setustofa og salur til funda og tónlistaræfinga með flygli.
-
Í Skálholtsbúðum eru auk þess tvö orlofshús með tveimur tveggjamannaherbergjum hvert. Eldhús og heitur pottur.
Í boði eru uppbúin rúm og/eða svefnpokagisting. Bæði er hægt að kaupa tveggja manna og eins manns herbergi.