Leiðsögn hópa í Skálholti
Skálholtsstaður var höfuðstaður landsins í um 750 ár og er einn merkasti sögustaður Íslands. Margir af helstu viðburðum Íslandssögunnar tengdust Skálholti og margir áhugaverðar sögupersónur lifðu þar og dóu. Starfsfólk Skálholts býður nú uppá að leiða gesti um Skálholtsstað og fara yfir söguna í stórum dráttum.
Hægt er að panta staðarleiðsögn um Skálholtsdómkirkju, minjasafnið, göngin, fornleifasvæði og sögustaði.
Gangan hefst í Skálholtskirkju þar sem kirkjulistaverk og munir eru skoðaðir. Sérstök áhersla er lögð á steinda glugga Gerðar Helgadóttur, Altaristafla Nínu Tryggvadóttur og ýmsa kirkjumuni frá 15 og 16 öld. Farið er á safnið í kjallara kirkjunnar þar sem steinkista Páls Jónssonar Biskups er skoðuð en hún er frá árinu 1211. Farið er út undirgöngin og út á minjasvæðið, inn í Þorláksbúð en gangan endar við Jurtagarðinn. Gangan ætti að henta öllum, hún er á flatlendi og tekur um 30 mín.
Gjaldið er hóflegt eða 1000 kr á mann, ókeypis er fyrir yngri en 12 ára. Gjaldið rennur til staðarins.
Veitingastaðurinn Hvönn er opinn frá 10 - 21 og tilvalið að nýta sér tilboð þar í tengslum við leiðsagnir.
Hægt er að panta leiðsögn með því að senda tölvupóst á skalholt@skalholt.is
