Fræðslugöngur í Skálholti

Menningardagar í Skálholti - sumardagská 2021

7. júlí kl 15:00 - 17:00

Fræðsluganga með Bjarna Harðarsyni rithöfundi. Kennimörk kölska, kaþólikka og stríðsmanna á helgum Skálholtsstað.  Bjarni leiðir göngufólk á hina fornu gangvegi Kölska neðan úr Laugarási, litið við hjá Helgum systrum og rifjaðar upp bardagasögur staðarins. Í göngulok verður litið við þar sem menn börðu rauðann úr mýrinni á síðustu dögum Skálholtsstóls. 

14. júlí kl 15:00

Fræðsluganga með Ingólfi Guðnsyni garðyrkjufræðingi. Jurtagarðurinn í Skálholti.  Ingólfur er faðir Jurtagarðsins í Skálholti og mun hann leiða gesti í allan sannleikann um tilurð garðsins og tilgang. Í garðinum er að finna sýnishorn nytjajurta sem rýnt var að rækta á Íslandi á liðnum öldum.

Ingólfur mun kynna þær jurtir sem Skálholtsbúar höfðu með vissu ræktað safnað og notað á staðnum eða voru alþekktar nytjajurtir á fyrir öldum. Einnig mun hann draga fram það helsta sem vitað er um garðræktarsögu Skálholts frá landnámi fram til um 1800.

Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér tilboð á veitingum hjá Veitingahúsinu Skálholti. 

Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir fræðslugöngur og menningardaga í Skálholti.

20210602_123321.jpg