Úr ríki Kalliópíu
Þann 9. október næstkomandi fögnum við haustinu með menningardagskrá í Skálholti. Dagskráin er haldin í minningu Sigurðar Péturssonar, lektors í latínu og grísku.


TÍMI & STAÐSETTNING
09. okt. 2021, 15:00 – 10. okt. 2021, 18:00
Skálholt, Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Þann 9. október næstkomandi fögnum við haustinu með menningardagskrá í Skálholti. Dagskráin er haldin í minningu Sigurðar Péturssonar, lektors í latínu og grísku.
Kl. 13:00 verður haldið málþing í Skálholtsskóla þar sem nokkrir vinir Sigurðar flytja fræðileg erindi um húmanísk hugðarefni; bókmenntir, sögu, latínu og heimspeki.
Kl. 17:00 verða tónleikar í Skálholtskirkju þar sem m.a. verður frumflutt tónverk eftir Báru Grímsdóttur, samið við latínukvæði eftir Jón Vídalín.
Aðgangur á málþing og tónleika er ókeypis og allir eru velkomnir.
Efnisskrá tónleika:
Bára Grímsdóttir (1960-) / Brynjólfur Sveinsson (1605-1675) Ad beatam virginem
Claudio Monteverdi (1567-1643) Nigra sum - tenóraría úr Vespers frá 1610
Eyjólfur Eyjólfsson (1979-) Faunus - spunaverk fyrir flautu og bordún
Antonio Vivaldi (1678-1741) Domine Deus, Rex coelestis - sópranaría úr Gloria, RV 589
Bára Grímsdóttir / Jón Vídalín (1666-1720) Calliopes Respublica fyrir tenór, flautu, tvö langspil, selló og tvo kóra
Tónlistarflytjendur:
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran Þórunn Vala Valdimarsdóttir, sópran
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran
Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, langspil og barokkflauta Sigurður Halldórsson, tenór og barokkselló
Phil Barkhudarov, bassi Örn Ýmir Arason, bassi
Bára Grímsdóttir, langspil
Skálholtskórinn
Jón Bjarnasson stjórnar og leikur á orgel