Sounds of Australia - ókeypis hádegistónleikar 20. sept kl 12:00
Southland Choir frá Ástralíu heldur ókeypis tónleika í hádeginu miðvikudaginn 20 september í Skálholtskirkju. Tónleikarnir hefjast kl 12:00 og eru öllum opnir.


TÍMI & STAÐSETTNING
20. sep. 2023, 00:00 – 13:00
Selfoss, Skálholt, 806 Selfoss, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Ástralski kórinn Southland Choir heldur tónleika í Skálholtskirkju miðvikudaginn 20 september kl 12:00.
Kórinn skilgreinir sig sem ferðakór og hefur haldið tónleika víða um heim. Kórinn er nú á Íslandi og verður á ferð um landið í september og heldur tónleika víða um land.
Kórmeðlimir eru 25 talsins á öllum aldri. Þeirra helsta ástríða er góð tónlist og ferðalög. Meðal verka á dagskránni sem þau bjóða uppá í Skálholti er tónlist frumbyggja Ástralíu, auk hefðbundinna og samtíma verka frá Ástralíu.
Stjórnandi er Dr. Rachelle Elliot
Búast má við mjög skemmtilegum tónleikum.
Verið öll velkomin í Skálholtskirkju!