top of page

Skálholtshátíð 16. - 17. júlí: "Kliður af köllun friðar"

"Kliður af köllun friðar" er yfirskrift Skálholtshátíðar 2022. Hátíðarmessa, hátíðartónleikar, hátíðardagskrá, útimessa, kirkjukaffi, orgeltónleikar, tíðasöngur og frjáls tími.

Tickets are not on sale
See other events
Skálholtshátíð 16. - 17. júlí: "Kliður af köllun friðar"
Skálholtshátíð 16. - 17. júlí: "Kliður af köllun friðar"

TÍMI & STAÐSETTNING

15. júl. 2022, 09:00 – 20. júl. 2022, 18:00

Skálholt, 806 Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Hátíðarmessa á Skálholtshátíð sunnudaginn 17. júlí kl. 14. Skálholtskórinn syngur. Organisti er Jón Bjarnason. Trompetar Svanhildur Sól Sigurbjarnardóttir og Jóhann I. Stefánsson. Vígslubiskup sr. Kristján Björnsson prédikar og þjónar ásamt sr. Sveini Valgerissyni, sr. Örnu Grétarsdóttur og fleirum. Móttaka pílagríma. Altarisganga. 

Kirkjukaffi á eftir í boði staðarins. 

Hátíðardagskrá hefst kl. 16 sunnudag. Ræðumenn eru Eva María Jónsdóttir, miðaldafræðingur og miðlari hjá Árnastofnun og dr. Gunnlaugur A. Jónsson fv. prófessor. Erindi Gunnlaugs nefnist "Sáttmáli og Saltari" og nálgast hann málið bæði í sögu og samtíð. Erindi sitt nefnir Eva María "Orð sem skreppur undan merkingu". Ávörp flytja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir. Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, stýrir dagskránni og segir fréttir af staðnum.

Skálholtskórinn syngur og orgelleikari er Jón Bjarnason. 

Eftir hátíðardagskrá er sungið Te Deum sem Ísleifsreglan leiðir en formaður hennar er sr. Kristján Valur Ingólfsson, biskup. Orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar eru kl. 11 árdegis.

Laugardaginn 16. júlí er útimessa með altarisgöngu við Þorlákssæti þar sem vígslubiskup setur Skálholtshátíð 2022. Gengið frá kirkjudyrum kl. 9. 

Hátíðartónleikar Skálholtskórsins eru Bach veisla með Bach kantötum og tvö kórverk úr kantötum Bach við íslenskar perlur ljóðlistar. Stjórnandi er Jón Bjarnason, dómorganisti Skálholtsdómkirkju.

Kvöldbæn er í kirkjunni kl. 18.

Föstudaginn 15. júlí er sungin morgunbæn líkt og flesta virka morgna kl. 9 og þennan dag verður einnig kvöldbæn kl. 18.

Skálholtshátíð er haldin sem næst Þorláksmessu á sumar sem hefur verið 20. júlí síðan árið 1198. Þess vegna verður aukalega haldin morgunmessa í Skálholtsdómkirkjunni kl. 9 á Þorláksmessu á sumar 20. júlí. Það verður n.k. hátíðarrest. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup. Organisti Jón Bjarnason.

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page