"Skálholt og tyrkjaránið" Útgáfumálþing 22. júlí kl. 13.30
Útgáfumálþing í Skálholtsskóla. Ný bók um Skálholt og tyrkjaránið, "Turbulent times", eftir Adam Nichols og Karl Smára Hreinsson, með formála eftir sr. Kristján Björnsson. Erindi flytja þau Adam Nichols og Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfunur.


TÍMI & STAÐSETTNING
22. júl. 2023, 14:00 – 15:30
Skálholt, Skálholt, Iceland
UM VIÐBURÐINN
Útgáfumálþing í Skálholtsskóla. Ný bók um Skálholt og tyrkjaránið, "Turbulent times", eftir Adam Nichols og Karl Smára Hreinsson, með formála eftir sr. Kristján Björnsson.
Frummælandi: Adam Nichols heldur erindi um tilurð verksins og mikilvægi Skálholts á þessum kafla mannrána í sögu Evrópu. Fyrirlesari: Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur.
Málstofustjóri: Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup.
Allir þættir hátíðarinnar eru opnir öllum og enginn aðgangseyrir er að hátíðinni. Sumir þættir hennar fara fram á ensku. Málsverði og kaffiveitingar er hægt að kaupa á Veitingastaðnum Hvönn í Skálholti alla dagana og gisting er á Hótel Skálholti.
Skálholtsstaður býður öllum í veglegt kirkjukaffi eftir hátíðarmessu sunnudagsins í tilefni af 60 ára vígsluafmælis kirkjunnar og endurnýjunar hennar.
Fyrri hluti yfirskriftarinnar, "Grasið visnar sagan vex" er sóttur í 40. kafla Jesaja líkt og gert var við vígslu kirkjunnar 21. júlí 1963. Stefið kemur einnig fram í þjóðsöngnum okkar og ótrúlega víða í bókmenntum, sálmum og ljóðum. Mikil áhersla er á sögurannsóknir á Skálholtshátíð 2023. Er síðari hluti yfirskriftarinnar byggður á því hvernig sagan vex með okkur á hverju ári en mest þegar við rannsökum sögu og minjar og sjáum á henni nýjar hliðar. Sagan vex líka með útgáfu erinda og bóka. Óvíða er meiri þekking til staðar á sögunni en í því sem tengist Skálholti og sannast það enn á þessari hátíð.