Samtal við menningararfinn - Málþing í Skálholti um stöðu Skálholts í nútímasamfélagi

Hver er staða Skálholts í nútímasamfélagi? Málþing um stöðu Skálholts í nútímasamfélagi. Lokaverkefni Estridar Þorvaldsdóttur meistaranema í Hagnýtri menningarmiðlun var eigindleg rannsókn á Skálholti í nútímasamfélagi. Á málþinginu mun hún birta niðurstöður á greiningu gagna úr rannsókninni.
Registration is Closed
Samtal við menningararfinn - Málþing í Skálholti um stöðu Skálholts í nútímasamfélagi

TÍMI & STAÐSETTNING

13. ágú. 2021, 14:00 – 16:00
Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Hver er staða Skálholts í nútímasamfélagi?   Málþing um stöðu Skálholts í nútímasamfélagi. Lokaverkefni Estridar Þorvaldsdóttur meistaranema í Hagnýtri menningarmiðlun var eigindleg rannsókn á Skálholti í nútímasamfélagi. Á málþinginu mun hún birta niðurstöður á greiningu gagna úr rannsókninni.

13:00 Fræðsluganga.  Áður en dagskráin hefst munu sr Kristján Björnsson vígslubiskup og Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholts leiða gesti um slóðir Ragnheiðra Brynjólfsdóttur í Skálholti. 

Dagskrá: 

14:00 - 14:05 Estrid kynnir Ráðstefnuna og dagskrána.

14:05 - 14:15 Séra Kristján Björnsson vígslubiskup, kynnir kirkjustarfið og leiðsagnir nýverið.

14:15 - 14:20 Estrid kynnir framkvæmdastjóra Skálholts, Herdísi Friðriksdóttur

14:20 - 14:30Herdís Friðriksdóttir kynnir nýja stefnu í Skálholti

14:30 - 14:50 Kaffihlé 20 mín

14:50 - 15:00 Estrid kynnir Mjöll Snæsdóttur fornleifafræðing

15:00 - 15:15 Mjöll Snæsdóttir, erindi kynnir nýjustu fornleifar í Skálholti einnig nýja bók sem er væntanleg.

15:15 - 15:20 Estrid kynnir Ólöfu Sigursveinsdóttur

15:20 – 15:35 Ólöf spilar tvö verk eftir Bach

15:35- 16:00 Estrid fjallar um niðurstöður úr eigindlegri rannsókn um Skálholt

Hægt verður að kaupa sér veitingar á Hótel Skálholti í tengslum við málþingið. Hádegisverðartilboð: Njólasúpa með nýbökuðu brauði á 1890 kr.

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Vinsamlegast skráið ykkur á málþingið til að tryggja sóttvarnir.  Á málþinginu er grímuskylda ef ekki er hægt að viðhafa 1 m regluna. 

Málþinginu verður streymt á youtube síðu Skálholtsstaðar: https://www.youtube.com/channel/UCTd6sPukfbFEErJQ_9GM5ww

DEILA VIÐBURÐINUM