top of page

Ragnheiðarganga 8. september kl 18:00 með Friðrik Erlingssyni

Stórskemmtileg fræðsluganga Friðrik Erlingssonar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti, 8. september nk. kl. 18:00 - 19:00. Gangan er ókeypis og öllum opin. Hún er létt og tekur um 1 klst. Veitingastaðurinn Skálholt býður upp á nýveiddan lax með kartöflum og meðlæti á 3500 kr.

Ragnheiðarganga 8. september kl 18:00 með Friðrik Erlingssyni
Ragnheiðarganga 8. september kl 18:00 með Friðrik Erlingssyni

TÍMI & STAÐSETTNING

08. sep. 2021, 18:00 – 19:00

Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Stórskemmtileg fræðsluganga Friðrik Erlingssonar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti, 8. september nk. kl. 18:00 - 19:00. Gangan er ókeypis og öllum opin. 

Þann 8 september árið 1641, fyrir réttum 380 árum, fæddist í Skálholti Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskups. Okkur langar til að minnast Ragnheiðar á þessum tímamótum með því að bjóða uppá fræðslugöngu undir leiðsögn Friðriks Erlingsonar.

Friðrik hefur kynnt sér sögu Ragnheiðar mjög vel í tengslum við óperuna Ragnheiður sem var frumflutt í Skálholti haustið 2013. Segja má að Friðrik sé helsti sérfræðingur í Ragnheiði og sögu hennar.

Gangan tekur um 1 klst og leiðir Friðrik gesti um þau svæði sem Ragnheiður og fjölskylda hennar bjó og starfaði. Farið verður inn í kirkjuna og út að minnismerki um Ragnheiði og fjölskyldu hennar.  Gangan sem hentar öllum, tekur um 1 klst.

Veitingahúsið Skálholt býður upp á nýveiddan lax með kartöflum og meðlæti á 3500 kr eftir gönguna. Gott væri að fá skráningu í matinn í gegnum síma 486 8870 eða á hotelskalholt@skalholt.is

Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir fræðslugöngur og menningardaga í Skálholti.

DEILA VIÐBURÐINUM

bottom of page