Ragnheiðarganga 18. júní kl 15:00 með Friðrik Erlingssyni og sr. Kristjáni Björnssyni

Föstudaginn 18. júní kl 15:00 efnum við til Ragnheiðargöngu til að minnast hennar og heiðra líf hennar í Skálholti. Friðrik Erlingsson rithöfundur og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti leiða gönguna og miðla þekkingu sinni á Ragnheiði. Mæting framan við Skálholtskirkju.
Registration is Closed
Ragnheiðarganga 18. júní kl 15:00 með Friðrik Erlingssyni og sr. Kristjáni Björnssyni

TÍMI & STAÐSETTNING

18. jún. 2021, 15:00 – 17:00
Skálholt, Skálholt, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Föstudaginn 18. júní kl 15:00 nk efnum við til Ragnheiðargöngu til að minnast hennar og heiðra líf hennar í Skálholti. 

Friðrik Erlingsson rithöfundur, sem sérhæft hefur sig í sögu Ragnheiðar og skrifaði m.a. Óperuna Ragnheiður, mun leiða gönguna ásamt sr. Kristjáni Björnssyni vígslubiskup.  

Gengið verður um Skálholtskirkju og næsta nágrenni og skoðum staði tengda ævi Ragnheiðar og fólksins hennar. Þar á meðal verður komið við hjá minningarmarki Ragnheiðar og allrar fjölskyldunnar sem Skálholtsfélag hið nýja kom upp fyrir fáeinum árum. Gangan mun taka um 1-2 klst. 

Mæting kl 15:00 við Skálholtskirkju. 

Hægt er að kaupa veitingar á Veitingastaðum Skálholti fyrir eða eftir gönguna. 

Í ár eru liðin 380 ár fæðingu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti og 360 ár frá því að hún sór eiðinn um meydóminn þann 11. maí 1661, þá 19 ára gömul.

Í tilefni af þessum tímamótum verða pílagrímagöngurnar til Skálholtshátíðar allar helgaðar Ragnheiði í ár og íhuganir um Ragnheiði á síðustu dagleiðum frá Þingvöllum og Bræðratungu og jafnvel líka frá Steinsholti þar sem Daði Halldórsson andaðist 1721, fyrir réttum 300 árum. 

DEILA VIÐBURÐINUM