Pílagrímaganga - Hólar - Skálholt
Pílagrímaganga þar sem gengið verður frá Hólum í Hjaltadal að Skálholti frá 8 júlí - 18 júlí nk. Hægt verður að ganga alla leið eða hluta úr leið og skipta leiðinni niður eins og hver vill. Lögð verður áhersla á andlegu hliðina, íhugunarefni og helgihald á meðan á göngu stendur.


TÍMI & STAÐSETTNING
08. júl. 2021, 08:30 – 17. júl. 2021, 12:30
Kjölur, Kjölur
UM VIÐBURÐINN
Skipulögð hefur verið pílagrímaganga frá Hólum til Skálholts í tengslum við Skálholtshátíð. Þessa göngu er verið að fara í fyrsta sinn og er í sjálfu sér prufuganga.
Fulltrúar Ferðafélags Skagfirðinga, Ferðafélags Árnessinga og Ferðafélags Íslands hafa aðstoðað við skipulagningu göngunnar. Ferðafélag Íslands mun styrkja gönguna með því að gefa gistingu í Þverbrekknamúla og Hvítárnesi. Skálholt mun einnig gefa gistingu í Gestastofu á meðan pláss leyfir. Alltaf verður hægt að taka með sér tjald til þess að gista í (sjá gististaði hér að neðan). Hægt er að ganga með alla leið eða hluta úr leið og skipta þessu niður eins og hver og einn vill. Lögð verður áhersla á andlegu hliðina, íhugunarefni og helgihald á meðan göngu stendur, t.d. morguntíðum og kvöldtíðum.
Gengið er af stað kl 9:00 á hverjum degi og núvitund, kristin íhugun og hugleiðsla verður stundað alla daga. Gangan er farin með þetta í huga og ætlast er til þes að þeir sem komi til að ganga taki virkan þátt í helgihaldi og öðrum andlegum æfingum. Þema hvers dags verður auglýst þegar nær dregur.
Allir sem ganga einhvern hluta leiðar er boðið í hátíðarkvöldverð í Skálholtsskóla að kvöldi 17.júlí.
Ath. Hver og einn ber fulla ábyrgð á sjálfum sér og hver og einn þarf að greiða fyrir sína gistingu hverju sinni. Hver og einn ber ábyrgð á því að koma sér að upphafspunkti til áfangastaðar hvern dag. Hver og einn ber ábyrgð á því að koma sér heim. Í fullri ábyrgð felst og að hver og einn er tryggður fyrir sjálfum sér, allt sem fram hefur komið og öðru sem upp kann að koma. Skráning fer fram á heimasíðu Skálholts, skalholt.is og dagur.f.magnusson@kirkjan.is
Guðsþjónusta og fararblessun fer fram kl 8:30 í Hóladómkirkju áður en gangan hefst 8 júlí.
Dagleiðir og verð:
8.Júlí
Hólar - Flugumýri
c.a. 21km
Flugumýri - uppábúið
6.500kr
9.júlí
Flugumýri - Mælifellsdalur
c.a. 26km
Tjald
0kr.
10.júlí
Mælifellsdalur - Galtárskáli
c.a. 26km
Galtarárskáli - svefnp.pl.
6000kr
11.júlí
Galtárskáli - Strönguhvíslarskáli
c.a. 20.5km
Strönguhvíslarskáli - svefnp.pl.
6000kr
12.júlí
Strönguhvíslarskáli - Hveravellir
c.a. 20.5km
Hveravellir - Svefnp.pl.
28.800kr/8.000
13.júlí
Hveravellir - Þverbreknamúli
c.a. 26km
Þverbrekknamúli - Svefnp.pl.
0kr
14. júlí
Þverbreknamúli - Hvítárnes
c.a 15 km
Hvítárnes - Svefnp.pl.
0kr
15.júlí
Hvítárnes - brú- Fremstaver
c.a 24,5
Skálholt/tjald/Fremstaver - Svefnp.pl.
fremstaver 6000kr
16.júlí
Fremstaver - Haukadalskirkja
c.a 26km
Skálholt/tjald/Haukadalskirkja - Svefnp.pl.
0kr
17.júlí
Haukadalskirkja - Bræðratunga
c.a20.7km
Skálholt - Svefnp.pl.
0kr
18.júlí
Bræðratunga- Skálholt
c.a. 5
Frekari upplýsingar gefur Sr. Dagur Fannar Magnússon s.7736341 dagur.f.magnusson@kirkjan.is
Mynd frá Ferðafélagi Íslands