Pílagrímaganga frá Þingvöllum á Skálholtshátíð

Pílagrímaganga frá Þingvallakirkju til Skálholts á tveimur dögum undir leiðsögn sr. Elínborgar Sturludóttur.
Registration is Closed
 Pílagrímaganga frá Þingvöllum á Skálholtshátíð

TÍMI & STAÐSETTNING

17. júl. 2021, 09:00 – 14:00
Þingvellir National Park Valhallarvegur, Iceland

UM VIÐBURÐINN

Árleg pílagrímaganga er frá Þingvallakirkju í Skálholt á tveimur dögum. Laugardaginn 17. júlí hefst gangan við Þingvallakirkju kl. 9 árdegis og er gengin pílagrímaleiðin að Neðra Apavatni. Sunnudagsmorgun kl. 9 er lagt af stað frá Neðra Apavatni og gengið til hátíðarmessunnar á Skálholtshátíð sem hefst kl. 14. 

Einnig verður lagt af stað frá Reynivallakirkju fimmtudaginn 15. júlí. Sú ganga sameinast göngunni frá Þingvöllum sem hefst laugardaginn 17. júlí kl. 9 við Þingvallakirkju.

Við heimtröðina að Skálholti mun Reynivalla/Þingvallaganga sameinast lengstu göngunni sem gengin hefur verið til Skálholtshátíðar en hún er allar götur frá Hólum í Hjaltadal. Sú ganga er farin þennan síðasta dag, sunnudag 18. júlí, frá Bræðratungukirkju, svokallaða Ragnheiðarleið. 

Hægt er að  taka þátt í göngunum á hvaða degi sem er eða alla daga. Margir slást í för síðasta daginn á öðrum hvorum staðnum og ganga til hátíðarmessu. Tekið er á móti pílagrímum í upphafi messunnar en þeir ganga berfættir inn kirkju undir pílagrímasálminum Fögur er foldin.

Hér er hægt að skrá sig til Reynivalla- og Þingvallagöngunnar á þessari skráningarsíðu. Hægt er að fá gistingu í Skálholti í netfangi hotelskalholt@skalholt.is eða í síma 486 8870. 

DEILA VIÐBURÐINUM